Síðast uppfært: 24. október 2025

Hjá Emstru leggjum við metnað okkar í hraða og örugga afhendingu. Hér fyrir neðan finnur þú allar helstu upplýsingar um sendingarleiðir, afhendingartíma og kostnað.

Að jafnaði eru allar pantanir teknar saman og afgreiddar innan 1-2 virkra daga frá því að pöntun er móttekin. Pantanir sem berast um helgar eða á almennum frídögum eru afgreiddar næsta virka dag á eftir.

Þegar pöntunin þín hefur verið afgreidd og afhent sendingaraðila færðu staðfestingarpóst með rakningarnúmeri (ef við á).

Við bjóðum upp á eftirfarandi sendingarleiðir innan Íslands í samstarfi við Póstinn og Dropp.

  • Sækja í heimilisfang Emstra(frítt)
  • Þér er velkomið að sækja pöntunina þína á heimlisfangið okkar Öldugerði 4, 860 Hvolsvöllur þér að kostnaðarlausu.
  • Pantanir eru að jafnaði tilbúnar til afhendingar næsta virka dag eftir pöntun. Þú færð tölvupóst þegar pöntunin er klár.
  • Afhendingartími: Alla virka daga milli 16:00 og 21:00. Helgar milli 10:00 og 17:00

Við bjóðum upp á fría heimsendingu fyrir allar pantanir yfir 10.000,- innan Hvolsvallar. Frí sending bætist sjálfkrafa við í körfunni þegar lágmarksupphæð er náð.

Við sendum ekki vörur erlendis nema í sérstökum tilfellum. Vinsamlegast athugið að viðskiptavinur ber þá ábyrgð á öllum viðeigandi tollum, sköttum eða innflutningsgjöldum sem kunna að leggjast á sendinguna í heimalandi hans. Emstra ber enga ábyrgð á töfum sem kunna að verða í tollafgreiðslu.

Ef pöntun er ekki sótt á tilsettum tíma er hún send til baka til okkar byrgja. Við áskiljum okkur rétt til að rukka viðskiptavin um þann kostnað sem hlýst af endursendingunni.

Ef vara berst skemmd er mikilvægt að hafa samband við okkur eins fljótt og auðið er í gegnum tölvupóst á emstra@emstra.is. Vinsamlegast látið myndir af bæði vörunni og umbúðunum fylgja með svo við getum brugðist við á sem skjótastan og skilvirkastan hátt.

Ef einhverjar spurningar vakna varðandi afhendingu eða sendingarmáta, ekki hika við að hafa samband við okkur í gegnum tölvupóst á emstra@emstra.is og við svörum eins fljótt og auðið er.